Hareide fetar í fótspor Heimis

Tólfan á góðri stundu á Ölveri.
Tólfan á góðri stundu á Ölveri.

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu,  mun feta í fótspor forvera sinna og ræða við stuðningsmenn á Ölveri fyrir leiki íslenska landsliðsins í júní. 

Þarna hefur verið hefð fyrir því að tilkynna Tólfumönnum byrjunarliðið áður en liðið er kynnt fyrir fjölmiðlum. Samhliða því að þjálfari ræði þann leik sem er framundan. 

Mörgum erlendum fjölmiðlum kom þessi háttur spánskt fyrir sjónir á sínum tíma þegar Heimir Hallgrímsson, annar tveggja landsliðsþjálfara, var mættur á hverfispöbbinn Ölver til að fara yfir málin. 

Minna var um að tækifæri væri til þess að hafa þennan háttinn á þegar samkomutakmarkanir voru í gildi. Åge hefur hins vegar viljað halda í hefðina. 

Ísland leikur við Slóvakíu á Laugardalsvelli 17. júní og við Portúgal þann 20. júní.                                     

mbl.is