Kostar meira en milljón að sjá Messi

Það mun kosta sitt að sjá Messi spila í Bandaríkjunum.
Það mun kosta sitt að sjá Messi spila í Bandaríkjunum. AFP/Franck Fife

Miðaverð á leiki hjá bandaríska knattspyrnuliðinu Inter Miami hefur rokið upp á undanförnum sólarhring, eftir að Lionel Messi tilkynnti komu sína til félagsins.  

Messi staðfesti í gær að hann myndi ganga í raðir félagsins 1. júlí, þegar samningur hans við París SG rennur út. Hann gæti leikið sinn fyrsta leik með nýju liði 21. júlí næstkomandi, er það mætir mexíkóska liðinu Cruz Azul í deildabikar Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada.

Uppselt er á leikinn, en miðahafar eru byrjaðir að selja miða á svörtum markaði á allt að 9.000 dollara, eða tæpar 1,3 milljónir króna.

Messi, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður heims, lék í tvö ár með Parísarliðinu, en þar á undan átti hann langan og glæstan feril hjá Barcelona.

mbl.is