Skiptir engu máli fyrir Sáda hvað Ísland gerir í loftslagsmálum

Mótmælt við þinghúsið vegna loftlagsmála.
Mótmælt við þinghúsið vegna loftlagsmála. mbl.is/Árni Sæberg

„Okkur fjölgar og fjölgar og fjölgar og helst á þeim stöðum þar sem endurnýtingalegir orkugjafar eru ekki í aðalhlutverki,“ sagði fjármálasérfræðingurinn og knattspyrnuáhugamaðurinn Björn Berg Gunnarsson í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um Sádi-Arabíu.

Hefur engin áhrif

Sádar hafa hagnast gríðarlega á olíusölu í gegnum tíðina en Björn var meðal annars spurður að því hvort að dregið gæti úr olíunýtingu á næstu árum vegna aukinnar áherslu á loftlagsmál í heiminum.

„Maður á ekki að segja þetta en við skiptum engu máli í stóra samhengingu og það að Íslendingur kaupi sér rafmagnsbíl eða ekki hefur engin áhrif þannig,“ sagði Björn Berg.

„Það sem skiptir máli er að suðaustur Asía, Afríka, Suður-Ameríka og fleiri svæði, þar sem mikil fjölgun hefur orðið á fólki, hvort að þar verði flutningur á fólki úr örbirgð í millistétt rafmangsvæddur eða olíuvæddur,“ sagði Björn Berg meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert