Þýski knattspyrnumaðurinn Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, er í heimsókn á Íslandi um þessar mundir.
Neuer gerði sér ferð á Hvolsvöll þar sem hann fékk sér til að mynda bjórsopa á veitingastaðnum Hygge.
Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi og almannatengill, vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í gær.
Neuer er 37 ára gamall og hefur verið einstaklega sigursæll á ferli sínum. Varð hann til að mynda heimsmeistari með Þýskalandi á HM 2014 í Brasilíu, vann Meistaradeild Evrópu með Bayern árin 2013 og 2020 og hefur unnið þýsku 1. deildina tíu ár í röð.