Heimsmeistari til Manchester United

Catalina Coll og Irene Guerrero fagna heimsmeistaratitlinum í síðasta mánuði.
Catalina Coll og Irene Guerrero fagna heimsmeistaratitlinum í síðasta mánuði. AFP/Izhar Khan

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur fest kaup á spænska miðjumanninum Irene Guerrero, sem varð heimsmeistari með landsliði Spánar í sumar.

Guerrero, sem er 26 ára gömul og kemur frá Atlético Madríd, tók þátt í þremur af sjö leikjum Spánar þegar liðið varð heimsmeistari í fyrsta sinn á HM 2023 í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi í sumar.

Hún er sjötti leikmaðurinn sem Man. United semur við í sumar, en félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað í kvöld.

mbl.is
Loka