Real Madrid hafði betur gegn Real Sociedad á heimavelli í fimmtu umferð spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld, 2:1.
Ander Barrenetxea kom Sociedad óvænt yfir á 5. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Real-menn voru hins vegar sterkari í seinni hálfleik og Federico Valverde jafnaði strax í upphafi hans og Joselu skoraði sigurmarkið á 60. mínútu.
Real er með fullt hús stiga eftir fimm leiki og tveimur stigum á undan Barcelona, sem er í öðru sæti með 13 stig.