Þýski landsliðsmaðurinn til Katar

Julian Draxler er kominn til Al-Ahli.
Julian Draxler er kominn til Al-Ahli. Ljósmynd/Al-Ahli

Þýski knattspyrnumaðurinn Julian Draxler hefur gert tveggja ára samning við Al-Ahli frá Katar. Hann kemur til félagsins frá París SG, þar sem hann hefur verið frá árinu 2017.

Draxler, sem er 29 ára, skoraði 17 mörk í 131 deildarleik með PSG, en hann sló ungur að árum í gegn með Schalke og Wolfsburg í heimalandinu.

Miðjumaðurinn var að láni hjá Benfica í Portúgal seinni hluta síðustu leiktíðar og skoraði eitt mark í tíu deildarleikjum.

Hann hefur leikið 58 landsleiki fyrir Þýskaland og skorað í þeim sjö mörk.

mbl.is