Vankaður eftir neglu frá Ronaldo (myndskeið)

Cristiano Ronaldo negldi í höfuðið á myndatökumanni.
Cristiano Ronaldo negldi í höfuðið á myndatökumanni. AFP/Vladimir Simicek

Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo er býsna skotfastur, eins og einn myndatökumaður fékk að finna rækilega fyrir er Ronaldo og félagar í Al-Nassr unnu 3:1-útisigur á Al-Raed í efstu deild Sádi-Arabíu í fótbolta á laugardag.

Ronaldo tók aukaspyrnu rétt utan teigs, en hún tókst ekki betur en svo að hann negldi boltanum í höfuðið á myndatökumanni sem sinnti starfi sínu fyrir aftan markið.

Vankaðist myndatökumaðurinn, en var annars ekki meint af. Kláraði hann leikinn, án frekari slysa.

Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.


 

mbl.is