Kominn í félagsskap með Ronaldo og Messi

Robert Lewandowski skorar tímamótamarkið í leiknum í kvöld.
Robert Lewandowski skorar tímamótamarkið í leiknum í kvöld. AFP/Josep Lago

Pólverjinn Robert Lewandowski varð í kvöld þriðji fótboltamaðurinn til að skora 100 mörk í riðlakeppni Evrópumóta félagsliða.

Lewandowski skoraði tímamótamarkið þegar hann kom Barcelona í 2:0 á 19. mínútu leiks liðsins gegn Antwerp frá Belgíu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Barcelona en þar var verið að flauta til hálfleiks og staðan er 3:0, Börsungum í hag.

Af þessum 100 mörkum eru 92 mörk í Meistaradeildinni og hin átta skoraði Lewandowski í Evrópudeildinni.

Hinir tveir sem áður hafa skorað 100 mörk eru að sjálfsögðu þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Ronaldo hefur skorað 144 mörk og Messi 132 en þeir eru nú báðir búnir að yfirgefa Evrópu og óvíst að þeir bæti við mörkum í Evrópuleikjum.

mbl.is