Hannes Þ. Sigurðsson hefur látið af störfum sem þjálfari þýska knattspyrnufélagsins Wacker Burghausen.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en Hannes, sem er 39 ára gamall, tók við þjálfun liðsins síðasta sumar.
Wacker Burghausen hefur ekki farið vel af stað í þýsku D-deildinni og er sem stendur í fimmtánda sæti Bayern-riðilsins með 7 stig eftir 9 umferðir og er í fjórða neðsta sætinu.
Hannes á að baki 13 A-landsleiki fyrir Ísland en hann stýrði Deisenhofen í þýsku E-deildinni áður en hann tók við þjálfun Wacker Burghausen.