Verður næsti þjálfari Þýskalands

Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann. AFP/Christof Stache

Þjóðverjinn Julian Nagelsmann er að taka við þjálfun þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Það er þýski miðillinn Bild sem greinir frá þessu en Nagelsmann, sem er 36 ára gamall, var rekinn sem þjálfari Bayern München í mars á þessu ári.

Nagelsmann tekur við liðinu af Hansa Flick sem var látinn taka pokann sinn á dögunum eftir að hafa stýrt liðinu frá því í maí 2021.

Nagelsmann hefur einnig stýrt Hoffenheim og RB Leipzig á þjálfaraferlinum en lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Þýskalandi næsta sumar og stefnir allt í það að Nagelsmann muni stýra liðinu á mótinu.

mbl.is