Furðulegt myndband með Messi vekur athygli

Lionel Messi hefur farið gríðarlega vel af stað með Inter …
Lionel Messi hefur farið gríðarlega vel af stað með Inter Miami í Bandaríkjunum. AFP/Sean Haffey

Argentínski grínistinn Migue Granados auglýsti viðtal sitt við stórstjörnuna og landa sinn Lionel Messi á frumlegan hátt á X (áður Twitter).

Granados er kominn til Miami, þar sem hann mun taka viðtal við Messi á morgun, en Messi hefur farið ótrúlega vel af stað með Inter Miami í Bandaríkjunum. 

Grínistinn auglýsti viðtalið með myndbandi þar sem hann læðist aftan að sóknarmanninum magnaða og kyssir hann á hálsinn.

Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is