Þýski knattspyrnumaðurinn Julian Draxler viðurkennir að fjárhagslega hliðin hafi átt stóran þátt í því að hann hafi ákveðið að semja við Al-Ahli í Katar í sumar.
Draxler, sem er þrítugur, hafði verið á mála hjá París SG, sem er í eigu Katara, undanfarin sex ár. Þar á undan hafði hann leikið með Schalke og Wolfsburg í heimalandinu og sem lánsmaður hjá Benfica í Portúgal á síðasta tímabili.
„Ég get sagt að eftir að hafa spilað í 12 ár í Evrópu hafi ég viljað kynnast nýrri menningu, öðlast reynslu á alþjóðavísu, vera hluti af spennandi verkefni og hundsað það með öllu þegar talið berst að peningum.
Þó að þessir hlutir séu sannleikanum samkvæmt væri ég að ljúga ef ég segði að fjárhagslega hliðin hafi ekki spilað stóra rullu í félagaskiptum mínum,“ sagði hreinskilinn Draxler í samtali við þýska miðilinn Bild.