André Onana, markvörður Manchester United, var allt annað en sáttur við sjálfan sig eftir 3:4-tap liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.
Onana gerði sig sekan um hræðileg mistök í fyrsta marki Bayern og eftir það varð leikurinn erfiður fyrir enska liðið.
„Þetta er erfitt. Við byrjuðum mjög vel en eftir mín mistök misstum við stjórn á leiknum. Ég verð að læra af þessu og vera sterkur.
Ég á enn eftir að sanna mig, því ég hef ekki byrjað vel í Manchester. Þetta var einn af mínum verstu leikjum og við viljum allir gera betur,“ sagði Onana við TNT eftir leik.