Ekkert partí í Brighton

Ezequiel Ponce fagnar sigurmarki sínu gegn Brighton.
Ezequiel Ponce fagnar sigurmarki sínu gegn Brighton. AFP/Glyn Kirk

Ezequiel Ponce reyndist hetja AEK þegar liðið heimsótti Brighton í B-riðli Evópudeildarinnar í knattspyrnu í Brighton í kvöld.

Leiknum lauk með 3:2-sigri AEK en Ponce skoraði sigurmark leiksins á 84. mínútu og tryggði gríska liðinu mikilvægan sigur í fyrsta Evrópuleik Brighton.

Þá gerðu Ajax og Marseille 3:3-jafntefli í Hollandi í hinum leik B-riðils en Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í leikmannahóp Ajax í kvöld.

West Ham hafði svo betur gegn Backa Topola í Lundúnum, 3:1, í A-riðli keppninnar þar sem þeir Mohammad Kudus og Tomás Soucek skoruðu mörk West Ham og þá varð Nemanja Petrovic, leikmaður Backa Topolo fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni:

A-riðill:
Olympiacos – Freburg 2:3
West Ham – Backa Topolo 3:1

B-riðill:
Ajax – Marseille 3:3
Brighton – AEK 2:3

C-riðill:
Rangers – Betis 1:0
Sparta Prag – Aris Limssol 3:2

D-riðill:
Atalanta – Raków 2:0
Sturm Graz – Sportin 1:2

mbl.is
Loka