Endurkoma Liverpool í Austurríki

Luis Díaz átti góðan leik fyrir Liverpool.
Luis Díaz átti góðan leik fyrir Liverpool. AFP/Reinhard Eisenbauer

Enska liðið Liverpool hafði betur gegn LASK frá Austurríki, 3:1, á útivelli í fyrsta leik liðanna í E-riðli Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld.  

Það byrjaði ekki vel fyrir mikið breytt lið Liverpool, því Florian Flecker skoraði fyrir LASK á 14. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Liverpool var hins vegar mun sterkara í seinni hálfleik. Darwin Núnez jafnaði úr víti á 56. mínútu og Luis Díaz kom enska liðinu yfir á 63. mínútu.

Mo Salah kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og 14 mínútum síðar gulltryggði hann sigur Liverpool er hann gerði þriðja markið.

mbl.is
Loka