Færeysku hetjurnar hlutu sömu örlög og Blikar

Liðsmenn KÍ Klaksvíkur hafa slegið í gegn.
Liðsmenn KÍ Klaksvíkur hafa slegið í gegn. Ljósmynd/KÍ Klaksvík

KÍ Klaksvík, fyrsta færeyska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni í karlaflokki, mátti þola 2:1-tap á útivelli gegn Slovan Bratislava frá Slóvakíu í fyrsta leik liðanna í A-riðli í kvöld.

Dani Pavlovic kom KÍ yfir á 49. mínútu og má gera ráð fyrir því að allt hafi orðið vitlaust í Færeyjum.

Því miður fyrir Færeyinga þá jafnaði Vladimir Weiss á 54. mínútu og Aleksandar Cavric skoraði sigurmark Slovan Bratislava á 74. mínútu, 2:1.

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille unnu 2:0-heimasigur á Olimpija frá Slóveníu í fyrsta leik riðilsins í gær.  

mbl.is
Loka