Gríska liðið Panathinaikos fer vel af stað í Evrópudeild karla í fótbolta, en liðið vann afar sterkan 2:0-heimasigur á Villarreal frá Spáni í fyrsta leik liðanna í F-riðli.
Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann í hjarta varnarinnar hjá Panathinaikos og hjálpaði liðinu að halda hreinu gegn sterku spænsku liði.
Í hinum leik riðilsins vann Rennes frá Frakklandi 3:0-heimasigur á Maccabi Haifa frá Ísrael.
Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn með Svíþjóðarmeisturum Häcken er liðið steinlá fyrir Bayer Leverkusen frá Þýskalandi á útivelli, 0:4. Qarabag frá Aserbaídsjan vann 1:0-heimasigur á Molde frá Noregi í sama riðli.
Úrslit leikjanna sem hófust 16:45:
LASK 1:3 Liverpool
Union Saint-Gillouise 1:1 Tolouse
Panathinaikos 2:0 Villarreal
Rennes 3:0 Maccabi Haifa
Servette 0:2 Slavia Prag
Sheriff 1:2 Roma
Leverkusen 4:0 Häcken
Qarabag 1:0 Molde