Gylfi verður í hópnum á morgun

Gylfi Þór Sigurðsson verður í leikmannahópi Lyngby á morgun.
Gylfi Þór Sigurðsson verður í leikmannahópi Lyngby á morgun. Ljósmynd/Lyngby

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður í leikmannahópi danska liðsins Lyngby á morgun er liðið leikur við Vejle í dönsku úrvalsdeildinni.

Félagið staðfesti tíðindin á X (áður Twitter) í dag. Gylfi samdi við Lyngby á dögunum, en hann hefur ekki spilað fótbolta sem atvinnumaður í rúm tvö ár.

Miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann samdi við Lyngby, en hefur náð sér góðum á þeim.

Gylfi lék síðast með Everton gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 23. maí árið 2021.

Freyr Alexandersson þjálfar Lyngby og Kolbeinn Birgir Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andru Lucas Guðjohnsen leika með liðinu. 

mbl.is