Klopp skiptir út öllu liðinu

Darwin Núnez leiðir sóknarlínu Liverpool í dag.
Darwin Núnez leiðir sóknarlínu Liverpool í dag. AFP/Adrian Dennis

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, gerir ellefu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir útileikinn við LASK frá Austurríki í Evrópudeildinni í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16:45. 

Er um fyrsta leik liðanna í E-riðli, en Toulouse frá Frakklandi og Union Saint-Gilloise frá Belgíu eru einnig í riðlinum.

Liverpool vann 3:1-útisigur á Wolves í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og ljóst er að þýski stjórinn vill hafa sína menn ferska í deildarleiknum við West Ham á sunnudag.

Byrjunarlið Liverpool í dag:
4-3-3
Markvörður: Caoimhin Kelleher.
Vörn: Stefan Bajetic, Virgil van Dijk, Ibrahima Konaté, Konstaninos Tsimikas.
Miðja: Harvey Elliott, Ryan Gravenberch, Wataru Endo.
Sókn: Ben Doak, Darwin Núnez, Luis Díaz.

mbl.is