Óvænt tap Villa í Póllandi

Lucas Digne skoraði en það dugði ekki til.
Lucas Digne skoraði en það dugði ekki til. AFP/Paul Ellis

Pólska liðið Legia frá Varsjá gerði sér lítið fyrir og vann 3:2-heimasigur á enska liðinu Aston Villa í fyrsta leik liðanna í E-riðli Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

Var staðan eftir fjörlegan fyrri hálfleik 2:2. Pawel Wszolek og Ernest Muci komu Legia í tvígang í forystu, en Jhon Durán jafnaði fyrst og síðan Lucas Digne.

Muci átti hins vegar lokaorðið, því hann skoraði annað markið sitt og þriðja mark Legia á 51. mínútu, sem reyndist sigurmarkið.  

Önnur úrslit leikjanna sem hófust 16:45:
Frankfurt 2:1 Aberdeen
Fenerbahce – Nordsjælland 3:1
Ferencvarós 3:1 Cukaricki
Genk 2:2 Fiorentina
HJK 2:3 PAOK
Ludogorets 4:0 Trnava
Zrinjski 4:3 AZ Alkmaar

mbl.is
Loka