Íslenskt mark í endurkomu Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson mætti aftur á völlinn í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson mætti aftur á völlinn í kvöld. Ljósmynd/Lyngby

Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður í fótbolta í meira en tvö ár er Lyngby og Vejle skildu jöfn, 1:1, á hemavelli Íslendingaliðsins í kvöld.

Síðasti leikur Gylfa fyrir leikinn í kvöld var með Evert­on gegn Manchester City í ensku úr­vals­deild­inni 23. maí árið 2021.

Gylfi kom inn á sem varmaðaur á 71. mínútu, er hann leysti Sævar Atla Magnússon af hólmi. Andri Lucas Guðjohnsen lék allan leikinn með Lyngby og hann skoraði mark liðsins á 58. mínútu er hann kom liðinu í 1:0. 

Kolbeinn Birgir Finsson lék einnig allan leikinn fyrir Lyngby, sem Freyr Alexandersson þjálfar. 

Liðið er í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig eftir níu leiki. 

mbl.is