Fyrsta mark Ísaks kom í svekkjandi jafntefli

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Norrköping.
Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Norrköping.

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Norrköping í jafntefli gegn Brommapojkarna, 2:2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

 Ísak Andri kom Norrköping yfir á 19. mínútu leiksins með sínu fyrsta marki sem atvinnumaður. Tíu mínútum síðar var staðan orðin 2:0, Norrköping í vil. 

Brommapojkarna minnkaði muninn í 2:1 á 59. mínútu og á fyrstu mínútu uppbótartímans jafnaði heimaliðið metin, 2:2, og þar við sat. 

Ísak Andri lék allan leikinn líkt og liðsfélagi hans Arnór Ingvi Traustason. Þá kom Ari Freyr Skúlason inná undir lok leiks. 

Norrköping er í fimmta sæti deildarinnar með 35 stig. 

mbl.is