Köstuðu dauðum rottum inn á völlinn

Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður í leiknum …
Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður í leiknum í gær. mbl.is/Hákon Pálsson

Stuðningsmenn köstuðu dauðum rottum inn á Bröndby-völlinn í leik Bröndby og Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fór í gær.

Það er danski miðillinn Ekstrabladet sem greinir frá þessu en leiknum lauk með sigri Köbenhavn, 3:2.

Ohi Omoijouanfo kom Bröndby yfir, 2:1, á 69. mínútu en Roony Bardqhiji skoraði tvívegis fyrir Köbenhavn á lokamínútum leiksins og tryggði Köbenhavn sigurinn. 

Samskonar atvik árið 2017

Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og lagði upp jöfnunarmark Köbenhavn.

Bröndby er með málið til skoðunar hjá sér og eru stuðningsmenn félagsins grunaður um gjörninginn en samskonar atvik átti sér stað á Bröndby-vellinum árið 2017.

Köbenhavn er með 22 stig á toppi deildarinnar en Bröndby er í þriðja sætinu með 18 stig.

mbl.is