Langt frá því að vera uppselt

Þýsku landsliðskonurnar voru miður sín eftir að þær féllu út …
Þýsku landsliðskonurnar voru miður sín eftir að þær féllu út í riðlakeppni HM í sumar. AFP/Patrick Hamilton

Nóg er eftir af miðum á leik Þýskalands og Íslands í Þjóðadeild kvenna í fótbolta sem fram fer í Bochum á morgun.

Ruhrstadion í Bochum  tekur rúmlega 27 þúsund áhorfendur en samkvæmt Kicker höfðu á miðjum degi í dag selst um 14.300 miðar á leikinn.

Þýska kvennalandsliðið hefur lengi verið mjög vinsælt og átt dyggan hóp stuðningsfólks, hvar sem það hefur spilað í Þýskalandi. Eftir slæm úrslit undanfarnar vikur, á HM og gegn Dönum síðasta föstudag, er eins og dregið hafi úr áhuganum.

mbl.is