Kaneryd hetja Svíþjóðar

Johanna Kaneryd tryggði Svíum sigurinn gegn Ítalíu.
Johanna Kaneryd tryggði Svíum sigurinn gegn Ítalíu. AFP/Jonathan Nackstrand

Johanna Rytting Kaneryd reyndist hetja Svíþjóðar þegar liðið hafði betur gegn ítalíu í 4. riðli Þjóðadeildar kvenna í knattspyrnu í Castel di Sangro á Ítalíu í dag.

Leiknum lauk með sigri Svíþjóðar, 1:0, en Kaneryd skoraði sigurmark leiksins strax á 15. mínútu.

Svíar eru með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, líkt og Ítalía en bæði lið hafa leikið tvo leiki. Spánn er í efsta sætinu með þrjú stig og á leik til góða á Svíþjóð og Ítalíu.

mbl.is
Loka