Snýr Zlatan aftur?

Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.
Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. AFP/Gabriel Bouys

Forráðamenn ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan vinna nú hörðum höndum að því að fá Zlatan Ibrahimovic aftur til félagsins.

Það er ítalski miðillinn Calciomercato sem greinir frá þessu en Zlatan, sem er 41 árs gamall, lagði skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil.

Forráðamenn AC Milan vilja fá Zlatan inn í þjálfarateymi aðalliðsins og yrði hann þá Stefano Piolo, stjóra liðsins, til aðstoðar.

Framherjinn fyrrverandi þekkir vel til á Ítalíu en hann lék með AC Milan árin 2011 til 2012 og svo aftur á árunum 2020 til 2023. Hann varð tvívegis Ítalíumeistari með liðinu.

mbl.is
Loka