Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar, leikmaður Al-Hilal í Sádi-Arabíu, segir það af og frá að hann hafi krafist þess að Jorge Jesus, knattspyrnustjóri liðsins, yrði rekinn.
Sport Italia greindi frá því í gær að Neymar væri ósáttur við Jesus eftir að hann gagnrýndi Brassann fyrir slæmt hugarfar og vildi því að portúgalski þjálfarinn yrði rekinn.
„Lygar. Þið verðið að hætta að trúa svona hlutum frá síðum sem þessum. Þegar þið eruð með milljónir fylgjenda getið þið ekki haldið áfram að flytja falsfréttir!“ skrifaði Neymar í athugasemd við færslu vinsæls fótboltaaðgangs, sem vitnaði í Sport Italia, á Instagram.