Ítalíumeistarar Napoli í knattspyrnu karla birtu furðuleg myndbönd af Victor Osimhen, helsta markaskorara liðsins, á samfélagsmiðlinum TikTok í gær.
Ekki er hægt að skilja myndböndin á annan veg en að þau geri lítið úr Osimhen enda í einu þeirra sýnt þegar nígeríski sóknarmaðurinn biður um og fær dæmda vítaspyrnu í leik með Napoli, tekur spyrnuna sjálfur og klúðrar henni svo.
Í öðru myndbandi er Osimhen svo á undarlegan hátt borinn saman við kókoshnetu.
Big News Alert🚨🚨
— Sports Fusion (@sportsfusionhq) September 27, 2023
Victor Osimhen might be gearing up for a legal showdown with Napoli! That's what his agent Roberto Calenda is hinting at, and he's not happy about it.
Here's the scoop🦜
Napoli's TikTok account pulled a not-so-funny move by posting a video making fun at… pic.twitter.com/mFKORP2qz1
Búið er að eyða báðum myndböndum af opinberum aðgangi Napoli á TikTok en Roberto Calenda, umboðsmaður Osimhen, lét hafa eftir sér í yfirlýsingu í gær að leikmaðurinn íhugaði nú að fara í mál við Napoli.
Osimhen er þá búinn að eyða öllum ljósmyndum af sér í búningi Napoli á Instagram-aðgangi sínum og taka heiti félagsins úr stuttri lýsingu um sjálfan sig á miðlinum.
🚨 Victor Osimhen has deleted ALL photos and videos featuring a Napoli shirt on his Instagram. ❌ 😵💫
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 27, 2023
(🎥 @lnstantfoot)
pic.twitter.com/TeiBSpw0jt