Martraðarleikur markvarðarins (myndskeið)

Marc-André ter Stegen, markvörður Barcelona, var ekki upp á sitt …
Marc-André ter Stegen, markvörður Barcelona, var ekki upp á sitt besta í gærkvöldi. AFP

Spánarmeistarar Barcelona máttu sætta sig við að gera jafntefli við Mallorca, 2:2, þegar liðin áttust við á Mallorca í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í gærkvöldi.

Marc-André ter Stegen, markvörður Börsunga, átti sannkallaðan martraðarleik þar sem hann gaf fyrra mark Mallorca, sem Vedat Muriqi skoraði snemma leiks í kjölfar slæmrar sendingar Þjóðverjans.

Hann hefði þá átt að gera betur í síðara markinu, þar sem ter Stegen virtist ragur við að koma út á móti Abdon sem þakkaði fyrir sig og lagði boltann auðveldlega fram hjá Þjóðverjanum.

Mallorca komst yfir í tvígang en í fyrra skiptið jafnaði Raphinha metin með þrumuskoti fyrir utan teig og hinn tvítugi Fermín López jafnaði svo metin í 2:2 með sínu fyrsta marki fyrir aðalliðið í sínum þriðja leik fyrir það.

Þrátt fyrir jafnteflið er Barcelona enn á toppi spænsku deildarinnar, nú með 17 stig. Girona er í öðru sæti með 16 stig og Real Madríd í því þriðja með 15 stig. Bæði lið eiga leik til góða á Börsunga.

Allt það helsta úr leiknum má sjá hér:

mbl.is