Versta klúður ársins? (myndskeið)

Mauro Icardi í leik með Galatasaray.
Mauro Icardi í leik með Galatasaray. AFP/Yasin Akgul

Argentínski framherjinn Mauro Icardi gerði sig sekan um ótrúlegt klúður er hann og liðsfélagar hans í Galatasaray mættu Istanbulspor í efstu deild Tyrklands í fótbolta í gær.

Galatasaray fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Kerem Akturkoglu ákvað að gefa á Icardi í stað þess að skjóta. Það virtist ætla að ganga upp, þangað til það gerði það alls ekki.

Atvikið ótrúlega má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is