Mourinho pirraður: Markið hans Alberts ljótt

José Mourinho var ekki skemmt í kvöld.
José Mourinho var ekki skemmt í kvöld. AFP/Charly Priballeau

Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark Genoa er liðið vann sterkan 4:1-heimasigur á Roma í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.

José Mourinho er knattspyrnustjóri Roma og hann var allt annað en sáttur í leikslok, en Roma hefur farið mjög illa af stað á leiktíðinni.

„Við byrjuðum illa og fyrsta markið þeirra var ljótt. Líka markið sem við fengum á okkur í upphafi síðasta leik,“ sagði Portúgalinn við DAZN eftir leik.  

mbl.is
Loka