Börnin í áfalli eftir hræðilegt atvik

Sergio Ramos með þremur af fjórum börnum sínum þegar hann …
Sergio Ramos með þremur af fjórum börnum sínum þegar hann var kynntur til leiks hjá Sevilla fyrr í mánuðinum. AFP/Cristina Quicler

Knattspyrnumaðurinn Sergio Ramos varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að innbrotsþjófar brutust inn í íbúð hans í Sevilla á meðan hann lék með liðinu gegn Lens í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

Mundo Deportivo greinir frá að hvorki Ramos né eiginkona hans og sjónvarpskonan Pilar Rubio hafi verið heima á meðan á ráninu stóð.

Spænski miðilinn greinir frá að börn leikmannsins hafi verið í áfalli eftir atvikið, en þau voru heima í umsjá barnfóstru fjölskyldunnar.

Þjófarnir komust á brott með skartgripi, föt og reiðufé og hefur enginn verið handtekinn í tengslum við málið.

mbl.is