Lyngby vann sterkan 2:1-útisigur á OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Andri Lucas Guðjohnsen gerði annað mark Lyngby, er hann kom liðinu í 2:0.
Björn Wesström, yfirmaður knattspyrnumála hjá OB, var allt annað en sáttur við að mark Andra hafi fengið að standa.
„Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur, en tilfinningin er sú að þetta hafi verið rangstaða. Það er óskiljanlegt að fjórir dómarar geti ekki komist að réttri niðurstöðu,“ sagði Wesström pirraður við Bold.