Líkir Íslendingnum við Eriksen og De Bruyne

Kristian Nökkvi Hlynsson í fyrsta A-landsleik sínum, gegn Slóvakíu síðastliðið …
Kristian Nökkvi Hlynsson í fyrsta A-landsleik sínum, gegn Slóvakíu síðastliðið fimmtudagskvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronald de Boer hefur hrósað íslenska knattspyrnumanninum Kristian Nökkva Hlynssyni í hástert og líkt við Christian Eriksen og Kevin De Bruyne.

Eriksen og De Bruyne hafa um langt árabil verið á meðal fremstu sóknartengiliða heims og því ekki leiðum að líkjast fyrir Kristian Nökkva, sem er 19 ára leikmaður Ajax og lék á dögunum sinn fyrsta A-landsleik.

„Honum svipar til Eriksens en einnig til De Bruynes. Ég er ekki að segja að hann verði endilega jafn góður og þeir, en hann minnir mig á þá báða.

Getan sem hann býr yfir til að hlaupa teiganna á milli. De Bruyne er með góð skot, góðar sendingar og hreyfingar. Hlynsson býr sömuleiðis yfir því öllu.

Hann hefur allt sem þarf til að verða góður leikmaður. Það eru ekki margir sem geta orðið jafn góðir og De Bruyne en möguleikinn er fyrir hendi,“ sagði de Boer í samtali við hollensku sjónvarpsstöðina Ziggo Sport.

mbl.is