Ronaldo gagnrýndur eftir leikinn gegn Íslandi

Cristiano Ronaldo náði sér ekki á strik í gær.
Cristiano Ronaldo náði sér ekki á strik í gær. AFP/Melo Moreira

Cristiano Ronaldo fékk ekki háa einkunn fyrir frammistöðu sína með portúgalska karlalandsliðinu í knattspyrnu gegn því íslenska í J-riðli undankeppni EM 2024 í Lissabon í gær.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Portúgals en það voru þeir Bruno Fernandes og Ricardo Horta sem skoruðu mörk Portúgals í leiknum.

Ronaldo, sem er 38 ára gamall, lék allan leikinn í fremstu víglínu en komst aldrei almennilega í takt við hann.

„Hann skallaði yfir úr dauðafæri og átti að skora þegar Joao Felix átti fast skot sem markmaðurinn missti beint út í teiginn,“ segir í umfjöllun Goal.com um frammistöðu Ronaldos gegn Íslandi.

„Hann sást varla í leiknum,“ segir enn fremur í umfjölluninni en Ronaldo fékk fjóra í einkunn hjá miðlinum fyrir frammistöðu sína í leiknum og þá lægstu af öllum leikmönnum liðsins.

mbl.is