Danmörk og Svíþjóð ætla að sækja í sameiningu um að halda Evrópumót kvenna í knattspyrnu sumarið 2029.
Þetta tilkynntu knattspyrnusambönd þjóðanna á sameiginlegum fréttamannafundi í dag.
Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland sóttu í sameiningu um að halda EM 2025, með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum, en Sviss fékk þá keppni.
„Við vorum gagnrýnd fyrir að vera með of margar þjóðir saman í síðustu umsókn og því ákváðum við að nú myndu bara tvær þjóðir standa saman að umsókninni," sagði Fredrik Reinfeldt, forseti sænska knattspyrnusambandsins, á fundinum.