Coutinho án félags

Philippe Coutinho er án félags.
Philippe Coutinho er án félags. AFP

Knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho er án félags eftir að samningi hans við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa var rift.

Coutinho er með mörg stórlið á ferilskránni en hann hefur spilað með Liverpool, Bayern München, Inter Mílanó og Barcelona. Auk þess á hann 68 landsleiki fyrir brasilíska landsliðið og í þeim skorað 21 mark.

 Hann kom fyrst til Aston Villa í janúar árið 2022, á láni frá Barcelona, og gekk vel og félagið keypti hann í júlí sama ár. Þá hægðist tölu­vert á honum og hann var sendur á lán í september 2023 til Al-Duhail í Katar.

Samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano er brasilíska félagi Vasco da Gama, sem Coutonho spilaði fyrir á yngri árum, að reyna að fá hann til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert