Fer ekki til Arsenal

Benjamin Sesko er búinn að skrifa undir nýjan samning hjá …
Benjamin Sesko er búinn að skrifa undir nýjan samning hjá RB Leipzig. AFP/Ronny Hartmann

Slóvenski knattspyrnumaðurinn Benjamin Sesko hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við þýska félagið RB Leipzig. 

Sesko var mikið orðaður við Arsenal sem og Manchester United og Chelsea en ljóst er að ekkert verður úr því, í bili. 

Sesko undirbýr sig nú fyrir Evrópumótið með Slóveníu í sumar en hann hefur spilað 42 leiki fyrir Leipzig og skorað 18 mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert