Guðrún og félagar unnu stórsigur í Íslendingaslag

Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í dag.
Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård fóru illa með Vaxjö og eru með fullt hús stiga á toppi  sænsku úrvalsdeildarinnar í fót­bolta.

Leikurinn endaði 7:0 fyrir Rosengard og Guðrún spilaði allan leikinn í miðverði og Þórdís Ágústsdóttir var í byrjunarliði Vaxjö. Hún fór af velli á 63. mínútu en Bryndís Arna Níelsdóttir var ekki í leikmannahóp Vaxjö vegna meiðsla.

Vaxjö er í sjöunda sæti með 13 stig eftir 10 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert