Hættir óvænt með þýska félagið

Edin Terzic er ei lengur stjóri Dortmund.
Edin Terzic er ei lengur stjóri Dortmund. AFP/Ina Fassbender

Knattspyrnustjórinn Edin Terzic hefur ákveðið að láta af störfum sem stjóri karlaliðs Dortmund. 

Terzic fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en mátti þola tap fyrir Real Madrid, 2:0. 

Terzic tók fyrst við liðinu árið 2020 sem bráðabirgðastjóri en fékk fullt starf fyrir tímabilið 2022 til 2023 þar sem Dortmund var hársbreidd frá því að verða þýskur meistari. 

Terzic vann þá þýska bikarinn árið 2021. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert