Þýska félagið kaupir landsliðsmanninn á 300 milljónir

Ísak Bergmann Jóhannesson í búningi Fortuna Düsseldorf í vetur.
Ísak Bergmann Jóhannesson í búningi Fortuna Düsseldorf í vetur. Ljósmynd/Düsseldorf

Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður áfram hjá Düsseldorf á næsta tímabili en félagið hefur ákveðið að virkja klásúlu í samningi hans. 

Ísak var á láni hjá Düsseldorf frá FC Köbenhavn á síðasta tímabili og átti frábært tímabil með þýska liðinu. Liðið var einni vítaspyrnu frá því að vinna sér sæti í efstu deild eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni í umspili gegn Bochum.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir nú frá því að Ísak verði áfram hjá Düsseldorf eftir að félagið virkjaði klásúlu í samningi hans. 

Düsseldorf borgar Köbenhavn tvær milljónir evra fyrir Íslendinginn eða um 300 milljónir íslenskra króna. Ísak mun skrifa undir samning til ársins 2029. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert