Kveður eftir 13 ár hjá félaginu

Mats Hummels.
Mats Hummels. AFP/Odd Andersen

Knattspyrnumaðurinn Mats Hummels kveður þýska 1. deildar félagið Dortmund eftir samtals 13 ár hjá félaginu.

Hummels er 35 ára gamall miðvörður og hefur spilað 508 leiki með Dortmund en kom fyrst þangað árið 2008, fór svo til Bayern Munchen á árunum 2016-2019 en kom svo aftur til Dortmund.

Hann á 78 leiki með þýska landsliðinu en var ekki valinn í leikmannahópinn sem keppir á EM þarlendis.

Hann hefur sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari, tvisvar með Dortmund og fjórum sinnum með Bayern, þrisvar sinnum orðið bikarmeistari og var heimsmeistari með Þýskalandi árið 2014.

Knattspyrnustjóri liðsins, Edin Terzic, hætti óvænt í gær og Marco Reus kvaddi eftir 12 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert