Messi lék á als oddi

Lionel Messi átti magnaðan leik.
Lionel Messi átti magnaðan leik. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi lék á als oddi í sigri Argentínu á Gvatemala, 4:1, í vináttulandsleik þjóðanna í Bandaríkjunum í nótt. 

Messi skoraði tvö mörk og lagði eitt upp fyrir Lautaro Martínez, en hann skoraði hin tvö mörk Argentínu. 

Gvatemala komst yfir á fjórðu mínútu en það mark var sjálfsmark. 

Argentína spilar í upphafsleik Ameríkubikarsins, Copa America, sem hefst 21. júní. Þá mætir liðið Kanada en Síle og Perú eru einnig í riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert