Verður Messi einhvern tímann jafn heppinn?

Lionel Messi skoraði mjög auðvelt mark í nótt.
Lionel Messi skoraði mjög auðvelt mark í nótt. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Lionel Messi skoraði einstaklega einfalt mark í vináttulandsleik Argentínu gegn Gvatemala í Bandaríkjunum í nótt. 

Argentína er 2:1-yfir í hálfleik en Messi jafnaði á tólftu mínútu. Hann fékk boltann beint í fætur frá Nicholas Hagen markverði Gvatemala og skoraði auðveldlega. 

Heimsmeistarar Argentínu undirbúa sig fyrir Ameríkubikarinn, Copa America, sem hefst 21. júní á leik Argentínu og Kanada í Bandaríkjunum.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert