Knattspyrnumaðurinn Sergio Ramos yfirgefur spænska 1. deildarfélagið Sevilla eftir aðeins eitt tímabil með liðinu.
Ramos kom til Sevilla frá PSG fyrir síðasta tímabil og spilaði 37 leiki með liðinu og skoraði sjö mörk.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Real Madríd. Hann var þar á árunum 2005-2021 en miðvörðurinn spilaði 671 leik með liðinu og skoraði 101 mark.
Ramos er tvöfaldur Evrópumeistari og hefur orðið heimsmeistari með spænska landsliðinu.