Kvennalið Barcelona vann fjóra titla á tímabilinu undir stjórn Jonatan Giráldez en hann kveður nú liðið til þess að taka við Washington Spirit í bandarísku NWSL-deildinni.
Liðið vann alla leiki sína á tímabilinu í deildinni nema einn en það var jafntefli gegn Levante. Titillinn í ár var sá fimmti í röð fyrir liðið sem kláraði tímabilið með 88 stig en það var 15 stigum meira en Real Madrid fékk sem lenti í öðru sæti.
Barcelona hefur unnið 10 titla síðan hann tók við liðinu árið 2021 og fjórir af þem komu á þessu tímabili en liðið vann Meistaradeild Evrópu eftir 2:0 sigur í úrslitaleiknum gegn Leon.
Barcelona tapaði aðeins einum leik á öllu tímabilinu en það var 1:0 tap gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar áður en lið snéri einvíginu sér í vil með 2:0 sigri útivelli. Fyrir leikinn hafði Barcelona ekki tapað á heimavelli síðan 2019.
Giráldez tilkynnti í desember að hann ætlaði ekki að framlengja samning sinn við liðið en hann stýrði sínum síðasta leik í gær sem endaði með 3:0 sigri gegn Valencia.