Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og stöllur í Nordsjælland unnu danska bikarmeistaratitilinn í dag eftir sigur gegn Bröndby í Íslendingaslag í úrslitaleiknum.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í byrjunarliði Nordsjælland og skoraði fyrra mark liðsins í 2:1-sigri á heimavelli en Hafrún Rakel Halldórsdóttir var einnig í byrjunarliði Bröndby. Kristín Dís Árnadóttir var á bekknum hjá Bröndby.
Staðan var 0:0 í hálfleik en Emilía skoraði fyrsta mark leiksins á 58. mínútu áður en Alma Aagard bætti við öðru á 72. mínútu.
Julie Tavlo-Petersson minnkaði muninn fyrir Nordsjælland en náði ekki að bæta öðru við.
Þetta er annar „úrslitaleikur“ liðanna á stuttum tíma en Nordsjælland var Danmerkurmeistari eftir 1:1-jafntefli við Bröndby í lokaumferð úrvalsdeildarinnar á dögunum.
Emilía var markahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu.