Karólína fer aftur á lán

Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru báðar á …
Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru báðar á mála hjá Bayern München. Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Bayern München til ársins 2026. 

Hún mun hins vegar spila á næsta tímabili með Bayer Leverkusen á láni, líkt og á síðasta tímabili.

Karólína átti frábært tímabil með Leverkusen en liðið hafnaði í sjötta sæti þýsku deildarinnar. 

Karólína virðist vera í framtíðarplönum Bayern München en heldur áfram að þróa leik sinn hjá liði Leverkusen. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert