Albert orðaður við lið í Sádí-Arabíu

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/@GenoaCFC

Stjórnarformaður Genoa á Ítalíu staðfesti í viðtali við fjölmiðla í Sádí-Arabíu að stærstu liðin þar í landi hafi áhuga á íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni.

Albert hefur verið orðaður við fjöldann allan af stórliðum í Evrópu undanfarin misseri eftir stórgott tímabil hans í ítölsku deildinni. Andres Blazquez, stjórnarformaður Genoa, segir það ekki koma á óvart að Albert sé eftirsóttur.

„Albert sannaði gildi sitt og var einn besti framherji A deildarinnar. Það kemur ekki á óvart að mörg af stærstu liðum Evrópu og Sádí-Arabíu hafi áhuga á leikmanninum“.

Albert var orðaður við Tottenham Hotspur fyrr í mánuðinum en AC Milan, Napoli og Aston Villa hafa einnig verið nefnd sem líklegir áfangastaðir fyrir Albert sem er að öllum líkindum á förum frá Genoa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert